Hin feiga skepna – Philip Roth þýð. Rúnar Helgi Vignisson
 

„Fyrir ekki allmörgum árum vissi fólk hvernig það átti að haga sér á gamals aldri, rétt eins og það vissi hvernig það átti að haga sér þegar það var ungt. Hvorugt á við lengur."

Girnd og dauðleiki eru helstu viðfangsefni Hinnar feigu skepnu eftir Philip Roth. Menningarrýnirinn David Kepesh, andstæðingur hjónabands og talsmaður frjálsra ásta, er á sjötugsaldri þegar hann fellur fyrir tuttugu og fjögurra ára stúlku af kúbverskum ættum og allt fer á annan endann í lífi hans. Hér er á ferðinni kröftugt uppgjör við kynlífsdýrkun Vesturlanda, við hömlur og hömluleysi, samkennd og einstaklingshyggju.

Philip Roth er almennt viðurkenndur sem einn fremsti núlifandi rithöfundur Bandaríkjanna. Hann á að baki langan og stormasaman feril en þykir hafa náð hæstum hæðum á undanförnum tíu árum.

Útgefandi: Bjartur.

 
  Ritdómar
 

„Eins og kemur fram í eftirmála Rúnars Helga Vignissonar að vandaðri þýðingu hans á Hinni feigu skepnu eftir bandaríska rithöfundinn Philip Roth, er Roth „einn mesti helgimyndabrjótur í bandarískum bókmenntum fyrr og síðar [ ...] enda er hvatalífið eitt helsta viðfangsefni hans“.

Fríða Björk Ingvarsdóttir Morgunblaðinu

„Hin feiga skepna er stundum erfið lesning. Kepesh er hrokafullur, sjálfsánægður og á köflum er ræða hans hreint karlagrobb. En einmitt vegna þess hve aðalpersónan er óaðlaðandi verður hún líka áhrifarík.“

Jón Yngvi Jóhannsson, DV
 

 
 
 
 
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538