Leikur hlæjandi láns – Amy Tan þýð. Rúnar Helgi Vignisson
 

Amy Tan fæddist í Bandaríkjunum árið 1952, skömmu eftir að foreldrar hennar fluttu þangað frá Kína. Leikur hlæjandi láns er fyrsta skáldsaga hennar og vakti hún ómælda athygli. Bókin sat mánuðumsaman á metsölulistum bæði vestan hafs og austan og var tilnefnd til virtustu bókmenntaverðlauna Bandaríkjanna, The National Book Award. Auk þess var hún valin ein af athyglisverðustu bókum níunda áratugarins af USA Today og gerð var eftir henni víðfræg kvikmynd. Af einlægri frásagnargleði tekst Amy Tan að fjalla um Kína, vestræna menningu og samband móður og dóttur á eftirminnilegan hátt.

Bókin kom fyrst út í ísl. þýðingu hjá Bjarti árið 1992 en endurskoðuð þýðing ásamt nýjum eftirmála var gefin út í kilju af Máli og menningu árið 1998.

 
  Ritdómar
 

„Rúnar Helgi Vignisson hefur þýtt Leik hlæjandi láns og ferst það vel úr hendi. Íslenskan býður ekki upp á mállýskur eins og þær sem þróast með minnihlutahópum í stórum samfélögum, en Rúnari Helga tekst engu að síður að gera góða grein fyrir muninum á orðfæri kynslóðanna tveggja."

Einar Falur Ingólfsson Morgunblaðinu

 
 
 
 
 
 
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538