Ljós í ágúst – William Faulkner þýð. Rúnar Helgi Vignisson
 

Kasólétt gengur Lena Grove eftir sveitavegi í Mississippi í leit að barnsföður sínum. Í sakleysi sínu álpast hún inn í margslungna atburðarás sem sýnir bandaríska suðrið í hnotskurn. Þar stíga fram sumar af eftirminnilegustu persónum Faulkners, svo sem Joe Christmas, sem lítur út fyrir að vera hvítur en telur sig hafa svertingjablóð í æðum, og séra Gail Hightower, sem lifir í fortíðinni og gleymir nútíðinni.

Ljós í ágúst er eitt af stórvirkjum Williams Faulkners, eins helsta sagnameistara Bandaríkjamanna á 20. öld. Það er talið eitt auðlesnasta verk hans en jafnframt eitt það margbrotnasta. Í þessu meistaralega byggða verki, skrifuðu af sérstæðri stílsnilld, fæst Faulkner við örlög sekra sem saklausra í öfgafullum heimi.

William Faulkner hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1949.

Útgefandi: Bjartur.

 
  Ritdómar
 

„Nú hefur Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur lagt í það stórvirki að þýða eina af frægustu bókum Faulkners, Ljós í ágúst. Slíkt verk er ekki heiglum hent því tungutak Faulkners er flókið Suðurríkjamál og orðanotkun slík að á stundum finnur maður ekki þýðingu á orðum hans í góðri orðabók. En Rúnari Helga hefur tekist svo vel að skila stíl og sjarma höfundar yfir á íslensku að undrun sætir. Enn fremur skrifar hann vandaðan eftirmála þar sem hann kynnir höfundinn og vísar í ólíkar túlkanir fræðimanna á þessu flókna, djúpa og margradda verki."

Sigríður Albertsdóttir DV

Ljós í ágúst eftir William Faulkner er ein markverðasta bókin á þessari bókatíð og verður að segja að það gengur kraftaverki næst að fá hana á íslensku í þýðingu sem virðist afar vel heppnuð."

Jóhann Hjálmarsson Morgunblaðinu

 

  Flaggskipið í þýðingaflota Rúnars Helga!
 
 
 
 
 
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538