Uppspuni ritstj. Rúnar Helgi Vignisson
 

Uppspuni er safn nýrra og nýlegra íslenskra smásagna sem er einkum ætlað til kennslu í framhaldsskólum. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og gerð en eiga það sameiginlegt að varpa ljósi á vegferð einstaklinga í íslensku samfélagi á okkar dögum.

Rúnar Helgi Vignisson annaðist útgáfuna og ritar einnig eftirmála þar sem hann fjallar um smásöguna sem bókmenntaform og einkenni sagnanna í bókinni.

Útgefandi: Bjartur.

 
  Ritdómar
 

Uppspuna fylgir handbók fyrir kennara þar sem ritstjórinn veltir upp helstu einkennum á hverri sögu fyrir sig og álitlegum umræðuefnum fyrir nemendur. Þetta er gott framtak sem ætti að virka hvetjandi á kennara til að taka sögurnar til kennslu og einnig ætti að nýtast þeim vel eftirmáli Rúnars Helga þar sem hann fjallar um helstu einkenni og eiginleika smásagnaformsins.“

Soffía Auður Birgisdóttir, Lesbók Morgunblaðsins
 

 
 
 
 
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538