Vegurinn – Cormac McCarthy þýð. Rúnar Helgi Vignisson
 

Heimsendir hefur orðið. Vegurinn lýsir göngu feðga yfir sviðna jörð, himinninnn er grár, aska yfir öllu, dýralíf hefur liðið undir lok, mannætur ráfa um með tægjur á milli tannanna, en feðgarnir berjast við að halda lífi og reisn. Hvað stendur eftir þegar allt er hrunið? Á hvað er að treysta?

Cormac McCarthy (f. 1933) er margverðlaunaður bandarískur rithöfundur. Meðal þekktra verka hans má nefna All the Pretty Horses og No Country for Old Men.

Vegurinn hlaut Pulitzer-verðlaunin og stórblaðið The Times taldi hana bestu bók fyrsta áratugar 21. aldar.

Útgefandi: Bjartur.

 
  Ritdómar
 

Umsögn Þrastar Helgasonar í Viðsjá á Rás 1.

  Umfjöllun Gunnars Hersveins í Þjóðgildunum.
 
 
 
 
 
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538