Bókin um einhverfu–spurt og svarað
 

Börnum sem greinast með einhverfu hefur fjölgað mikið á undanförnum árum, hér á landi sem annars staðar. Það er því mikil þörf fyrir haldgóðar upplýsingar um þessa þroskaröskun og er Bókinni um einhverfu ætlað að mæta þeirri þörf . . .

S. Jhoanna Robledo og Dawn Ham-Kucharski
     
  Sólvængur
  Í stað þess að leggjast í dvala fara Skuggi og Marína vinkona hans í ferðalag um hávetur til þess að leita að föður Skugga. Á leiðinni finna þau dularfulla byggingu og inni í henni risastóran skóg...
  Kenneth Oppel
     
  Silfurvængur
Skuggi er ung leðurblaka, stubburinn í nýlendunni. Hann er ákveðinn í að sanna sig á hinu langa og hættulega ferðalagi suður í Vetrarhíði, milljónir vængjaslátta í burtu. Í óveðri hrekst hann út yfir sjóinn, burt frá fjölskyldu og vinum og ....
Kenneth Oppel
 
  Feigðarflan – einnig til í kilju
Skáldið Egill Grímsson hefur tekið ákvörðun um að stytta sér aldur. Framkvæmdin vefst þó fyrir honum og í leit að stund og stað ferðast hann á tveimur sólarhringum um líf sitt, land og íslenska samtímamenningu.
Rúnar H. Vignisson
 
  Þetta snýst ekki um hjólið
Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong var farinn að vekja mikla athygli í íþróttaheiminum þegar hann greindist með eistnakrabbamein, 25 ára gamall. Meinið reyndist auk þess hafa sáð sér í lungu og heila og var honum vart hugað líf.

Lance Armstrong
     
 
     
  Feigðarflan – kilja
„Ferðalag Egils er bráðskemmtilegt á köflum og á vegi hans verða kynlegir kvistir sem varpa ljósi bæði á hann sjálfan og þjóðarsálina. Þarna á meðal eru stórundarleg bóndahjón, gamall félagi frá Ísafirði . . . og síðast en ekki síst unglingsstúlkan Ekki-Snæfríður Íslandssól. Hún er dásamlegur senuþjófur sem hristir hressilega upp í Agli."
Rúnar Helgi Vignisson
 
  Nautnastuldur, endursk. útg. – kilja
Egill Grímsson er ungur maður sem er haldinn svokölluðum nautnastuldi, sálarkvilla sem orsakast af glímu við mótsagnakennd skilaboð. Einkennin lýsa sér í vanhæfni til að njóta lífsins gæða og sjúklegri feimni.
Rúnar Helgi Vignisson
 
     
 
   
       
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538