Helga Soffía Einarsdóttir  

Helga Soffía Einarsdóttir er fædd 1973. Hún ólst upp í Tansaníu til fjórtán ára aldurs en hefur auk þess búið í Kaupmannahöfn, Barselóna og Edinborg. Hún er með B.A. í almennum málvísindum og vinnur að M.A. í þýðingafræðum við Háskóla Íslands. Helga Soffía hefur starfað sem sjálfstætt starfandi þýðandi og prófarkalesari um árabil og hefur meðal annars þýtt Áritunarmanninn eftir Zadie Smith, Kvenspæjarasögur Alexander McCall Smiths og hrakfallabálk Lemony Snickets um Baudelairebörnin ólánsömu.

 

 
   

 

 

 
 
 
 
 

 

GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538