Kenneth Oppel  

Kenneth Oppel er Kanadamaður, fæddur árið 1967 í Port Alberni í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada. Hann skrifaði sína fyrstu barnabók þegar hann var einungis fimmtán ára og sendi hana til uppáhaldsrithöfundarins síns, Roalds Dahl. Dahl mælti með bókinni við umboðsmanninn sinn og árið 1985 var hún gefin út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og síðar í Frakklandi. Síðan þá hefur Kenneth skrifað fleiri en fimmtán bækur fyrir börn og fullorðna og unnið ótal verðlaun, þar á meðal virtustu bókmenntaverðlaun Kanada, Landstjóraverðlaunin. Kenneth býr nú í Toronto ásamt konu sinni og tveimur börnum

Á heimasíðu Kenneths má finna ýmislegt skemmtilegt, bæði um bækurnar hans og um leðurblökur.

 

 
Verðlaun fyrir Silfurvæng  

Mr Christie's Book Award for 12 and 2Up
Canadian Library Association Book of the Year for Children
Silver Birch Award,
Ontario Library Association Blue Heron Award
CNIB Talking Book Award
Manitoba Young Readers' Choice Award
Red Cedar Book Award
(B.C.) Hackmatack Atlantic Readers' Choice Award
Maud Hart Lovelace Readers' Choice Award (Minnesota)
SNCF Prix 2002 du livre de Jeunesse (Roman enfants category)
Banco del Libro Award (IBBY South America)

Tilnefnd til:
Ruth Schwartz Award Pennsylvania Readers' Choice Award
Rebecaa Caudill Readers' Choice Award (Illinois)
Black-Eyed Susan Book Award (Maryland)

Sjá nánar um Kenneth Oppel á www.kennethoppel.com

 

 
 
 
 
Frá höfundi

Ég á vin sem er mikill áhugamaður um leðurblökur. Hann veit heilmikið um þær og smíðar meira að segja „leðurblökukassa" handa þeim, lítil timburhús sem negld eru hátt upp í tré. Ég býst við að áhugi hans hafi smitað mig að einhverju leyti, því ég fór að lesa mér til um leðurblökur. Ég heillaðist strax af þjóðsögum víðsvegar úr heiminum þar sem segir af tilurð leðurblakna, hvers vegna þær ferðast einungis á nóttunni og hvernig samskiptum þeirra við aðrar skepnur er háttað. Eru þær fuglar? Eða eru þær skepnur? Fyrr en varði var ég orðinn hugfanginn af þessum verum sem hafa vakið óhug í aldanna rás, að minnsta kosti á meðal manna í Evrópu. Vissulega eru sumar tegundir ógnvekjandi ásýndum (ófrýnilegri en nokkur ufsagrýla sem ég hef séð), en aðrar, eins og þær sem við sjáum víðast hvar í Norður-Ameríku – og söguhetjurnar í Silfurvæng - eru gjarnan eins og snotrar mýs með vængi.

Ég áttaði mig á því hvað leðurblökur eru merkileg dýr. Þær sjá einungis í svarthvítu (hafa ágæta sjón þótt almennt hafi menn álitið þær blindar) og nota hljóð til jafns við sjón á ferðum sínum um heiminn. Þær fara milli heimkynna eins og farfuglar og enginn veit með vissu hvernig þær rata á ferðalögum sem eru allt upp í þúsund mílur. Vitað er að sumar leðurblökur hafa farið yfir úthöf.

Allt þetta virtist mér svo ríkulegur efniviður í undraveröld sem fæli í sér sína eigin goðafræði, tækni og töfra. Það var ánægjulegt og verðugt viðfangsefni að skapa svarthvíta veröld (ég minnist ekki á einn einasta lit í bókinni) og lýsa hljóðsjón leðurblakna og hljóðkortunum sem þær nota á ferðum sínum. Það var líka verðugt viðfangsefni að taka dýr sem mörgum kunna að þykja „ljót" eða „ógeðsleg" og búa til áhugaverðar og viðkunnanlegar persónur úr þeim. Það hafði þegar verið skrifað um mörg dýr og flest þeirra voru býsna krúttleg: hestar, mýs, kanínur, svín, jafnvel kóngulær. En mundu krakkar geta fundið til með leðurblökum?

Kenneth Oppel

GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538