Lance Armstrong

Lance Armstrong er fæddur 18. september 1971 í Plano í Texas. Hann ólst upp hjá einstæðri móður og hóf ungur að keppa í íþróttum. Hjólreiðar urðu að lokum ofan á og hann náði því að verða heimsmeistari í Ósló árið 1993 áður en hann greindist með krabbamein í eista árið 1996, 25 ára gamall. Eftir stranga meðferð tókst Armstrong að snúa aftur í hjólreiðarnar og vinna Tour de France sjö sinnum í röð, síðast sumarið 2005. Hann hefur nú lýst því yfir að hann sé hættur keppni.

Árið 1998 kvæntist Armstrong Kristin Richards og eiga þau þrjú börn, Luke og tvíburana Isabelle og Grace. Lance og Kristin eru skilin og hefur hann tekið saman við söngkonuna Sheryl Crow.

Lance Armstrong hefur beitt sér mjög í þágu krabbameinslækninga og er heimsfrægur sem slíkur. Hann er t.d. upphafsmaður gulu armbandanna, Live Strong, sem seld eru til styrktar krabbameinsrannsóknum, og stofnaði félag krabbameinssjúklinga, Lance Armstrong Foundation. Með framgöngu sinni hefur hann orðið krabbameinssjúkum um allan heim dýrmæt fyrirmynd.

 
Sjá nánar um Lance Armstrong á www.lancearmstrong.com
Myndir Grahams Watson af Lance Armstrong .
   
 
 
 

 
 
 
 

 

GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538