Rúnar Helgi Vignisson  

Rúnar Helgi Vignisson er fæddur á Ísafirði árið 1959. Að loknu BA-prófi við Háskóla Íslands dvaldi hann við nám og störf víða um lönd. Árið 1987 lauk hann MA-prófi í bókmenntum frá Iowa-háskóla í Bandaríkjunum. Fyrsta bók hans kom út árið 1984 en síðan hefur hann sent frá sér yfir tuttugu rit af ýmsum toga.

Skáldsaga hans Nautnastuldur var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á sínum tíma og fyrir þýðingu sína á bókinni Friðþæging eftir Ian McEwan var hann tilnefndur til Menningarverðlauna DV.

Árið 2006 hlaut hann Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir bókina Barndóm eftir J. M. Coetzee og var útnefndur bæjarlistamaður í Garðabæ.

Árið 2007 hlaut hann barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu á bókinni Sólvængur eftir Kenneth Oppel og haustið 2008 fengu hann og Græna húsið heiðursviðurkenningu IBBY fyrir þýðingu og útgáfu á Sólvæng. Árið 2009 hlaut hann tilnefningu á heiðurslista IBBY fyrir þýðingu á bókinni Göngin. Árið 2013 var hann síðan tilnefndur til Menningarverðlauna DV fyrir bók sína Ást í meinum.

Rúnar Helgi hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hönd rithöfunda og þýðenda, m.a. verið varaformaður Rithöfundasambands Íslands og formaður Bandalags þýðenda og túlka. Hann er nú dósent í ritlist við Háskóla Íslands.

 

Ritverk Rúnars Helga

 

1984 Ekkert slor (skáldsaga)

1990 Nautnastuldur (skáldsaga)

1992 Leikur hlæjandi láns (þýðing)

1993 Strandhögg (sagnasveigur)

1994 Vertu sæll, Kólumbus (þýðing)

1997 Ástfóstur (skáldsaga)

1997 Ástralía, sérrit Bjarts og frú Emilíu (þýðingar)

1998 Leikur hlæjandi láns, endurskoðuð útgáfa (þýðing)

1998 Fröken Peabody hlotnast arfur (þýðing)

1999 Ljós í ágúst (þýðing)

2000 Vansæmd (þýðing)

2000 Í allri sinni nekt (sagnasveigur)

2001 Túlkur tregans (þýðing)

2001 Ísherrann (þýðing)

2003 Hin feiga skepna (þýðing)

2003 Friðþæging (þýðing)

2004 Uppspuni (smásagnasafn; ritstjórn)

2005 Barndómur (þýðing)

2005 Silfurvængur (þýðing)

2005 Feigðarflan (skáldsaga)

2006 Sólvængur (þýðing)

2006 Feigðarflan (skáldsaga) kilja

2006 Nautnastuldur, endurskoðuð útgáfa í kilju (skáldsaga)

2007 Vansæmd (þýðing) endurútgáfa í kilju

2008 Friðþæging (þýðing) endurútgáfa í kilju

2008 Hvað er þetta Hvað (þýðing)

2008 Göngin (þýðing)

2010 Vegurinn (þýðing)

2012 Ást í meinum (sagnasveigur)

 

 

Meira um höfundinn
 
 
 
 

GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538