Sólvængur Kenneth Oppel
 

Í stað þess að leggjast í dvala fara Skuggi og Marína vinkona hans í ferðalag um hávetur til þess að leita að föður Skugga. Á leiðinni finna þau dularfulla byggingu og inni í henni risastóran skóg. Þar eru þúsundir leðurblakna sem láta fara vel um sig í notalegu umhverfi því að nóg er af æti og engir óvinir sjáanlegir. Er þetta Paradís? En af hverju hverfa þá sumar leðurblökurnar sporlaust?

Fyrr en varir lenda Skuggi og Marína í miklum ævintýrum sem leiða þau suður í frumskóginn þar sem Goti er konungur illvígra leðurblakna. Þau verða að sýna allar sínar bestu hliðar til þess að frelsa föður Skugga og koma í veg fyrir að Goti slökkvi á sólinni.

Sólvængur er sjálfstætt framhald bókarinnar Silfurvængur sem slegið hefur rækilega í gegn hjá ungum lesendum víða um lönd. Báðar hafa bækurnar unnið til fjölda verðlauna. Sólvængur er að hluta til byggð á sannsögulegum heimildum, þ.e. því þegar Bandaríkjamenn reyndu að nota leðurblökur í hernaðarlegum tilgangi.

Rúnar Helgi Vignisson þýddi.

   
  Dómnefndarálit vegna Barnabókaverðlauna Menntaráðs Reykjavíkurborgar
 

Hinn 18. apríl 2007 var tilkynnt að dómnefnd barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar hefði valið Sólvæng bestu þýddu barnabókina árið 2006. Umsögn dómnefndar er svohljóðandi:

Á meðan flestar leðurblökur liggja í vetrardvala heldur Skuggi, leðurblaka af silfurvængjategund, ásamt fríðu föruneyti í ævintýrlega leit að föður hans.   Á vegi þeirra verður forvitnileg glerbygging sem Skuggi leiðir hópinn inn í, enda þess fullviss að faðir hans sé þar. Staðurinn virðist við fyrstu sýn vera Paradís en hins vegar kemur fljótlega í ljós að ekki er allt með felldu.   Hér er um að ræða mannvirki þar sem tilraunir með notkun leðurblaka í hertilgangi fara fram.   Skugga og félögum tekst þó að komast undan mönnunum og spennan stigmagnast. Fram undan er æsilegt uppgjör silfurvængja og annarra leðurblakna við svokallaðar kjötætuleðurblökur sem halda föður Skugga og fjölda annarra dýra föngnum. Til þess að sigra í lokauppgjörinu þurfa leðurblökur, uglur og rottur sem eru fornir óvinir að standa saman sem ein heild.   Sagan er ákaflega vel þýdd af Rúnari Helga Vignissyni, en lipur þýðingin ásamt afburða söguþræði heldur lesandanum límdum við bókina frá upphafi til enda.

   
  Ritdómar
 

„. . . ekkert sem truflar innlifunina - nema kannski helst hvað margar þýðingalausnirnar eru góðar! . . . mér fannst Sólvængur Kenneth Oppels skemmtilegastur. Sagan er framhald Silfurvængs sem kom út í fyrra og segir frá litlu leðurblökunni Skugga sem er afskaplega forvitinn og ævintýragjarn og tekst með uppátækjum sínum að æsa til allskyns atburða. Sólvængur er að mörgu leyti dramatískari og alvarlegri en Silfurvængur, atburðarásin er enn æsingslegri eins og vera ber í framhaldsbókum, en auk þess tekur höfundur hlut Mannanna hér sterkari tökum. Í fyrri bókinni trúa margar leðurblakanna því að mennirnir séu þeim vinveittir en í ljós kemur hér að svo er ekki, því mennirnir eru að nýta sér leðurblökurnar í stríði. Það stríð speglar svo annað stríð, aldagamalt hatur milli leðurblaka og uglna. Á þennan hátt tekst höfundur á við alvarleg málefni og færir í form fantasíunnar, með því að notast við elsta trikkið í bókinni, dýr sem persónur. Og það er engin tilviljun að þetta trikk hefur lifað, það er bæði áhrifamikið og skemmtilegt og Oppel nær akkúrat að fanga milliveg húmors og alvarlegra vangaveltna, samhliða því að halda áfram að fræða lesanda um heim leðurblakanna. Enn á ný fékk ég að upplifa hvernig minn smái loðni kroppur svífur á þunnum leðurvængjum meðan ég skynja heiminn í samspili hljóða og mynda, því næmni höfundar er svo mikil að það er ekki annað hægt en að lifa sig gersamlega inní söguna. Stíllinn er iðandi af lífi og gæddur fjölmörgum smáatriðum sem auka á skemmtigildið og þannig verður þetta litla hógværa ævintýri um litlu þrjósku leðurblökuna að hreinum gleðigjafa.

Úlfhildur Dagsdóttir, Bókmenntavefnum

Sólvængur er æsispennandi framhald af bók sem heitir Silfurvængur (leðurblökutegund) sem kom út í fyrra. Kenneth Oppel er höfundur þessara bóka og þær eru báðar mínar uppáhaldsbækur...Ef maður les þessa bók fær maður aðra sýn á leðurblökur, uglur og ekki síst menn, sem eru grimmasta rándýrið. Í bókinni er talað um hvernig mennirnir nota leðurblökur í eigingjörnum tilgangi og festa á þær hlekki og pinna í eyrað sem ruglar þær í ríminu. Goti ætlar sér að slökkva á sólinni og því þurfa Skuggi og Marína að taka á öllu sínu til að koma í veg fyrir það. Það er ekki hægt að hætta að lesa fyrr en sagan er búin því hún er svo rosalega spennandi.“

Inga Haraldsdóttir, 11 ára, í barnablaði Morgunblaðsins 6.1.2007.

   
 

Erlendir ritdómar um Sólvæng

 

Elizabeth MacCallum, The National Post

  "Sunwing will keep young readers glued to the page. Right and wrong, breathtaking struggles, good and bad, lovable little creatures and dastardly big bullies were all there. The prose and the multi-layered plot flow with natural ease. Oppel is master of his words. He writes nuanced economic prose that is wholly effective. He has been evoking tunnels and underground passages and filthy polluted water for years, so Sunwing's burrowing rats in decaying Aztec ruins and crawling bats in muck-ridden dripping sewers are handled with precisely the right words to induce fear. Oppel is a beautiful writer who carries us through his wide world with eclectic energy, wisdom and whimsy."

Sarah Ellis, Quill & Quire

  "In Sunwing Oppel admirably fulfils his promise of a sequel. The pace is hectic, the villains are dastardly, and the narrative style is that of a series of extremely visual scenes. By book's end, in a tour-de-force of clever plotting, all is resolved. This book is a natural for the on-screen generation."

Susan Perren, The Globe & Mail

  "Oppel's skill as a writer is such that, short of developing furry wings and bat sonar, the reader begins to see and experience the world as a bat would, and arrives at a point when she or he cares deeply whether Shade Silverwing and his cohorts live or die... a wonderful story."

Kirkus Review

  "Filled with high adventure... criss-crossing plotlines keep the story hopping while excellent characterizations make the anthropomorphizing believable."

Val Ross, The Globe & Mail

  "Perhaps Oppel's secret is that he doesn't write down to children, but shares with them the matters that have troubled him since he was their age... Shade is one of the most plausible non-human narrators ever imagined."

The Toronto Star

  "This breathless, special-effects laden adventure will hold its readers, and not just because of its exciting variety. Shade has problems all kids deal with - insecurity, jealousy, desire - here expressed with schoolboy verve."

Booklist

  "Action packed and suspenseful, this continuing adventure can be read on its own, but will appeal most to those fantasy fans who enjoyed the detailed bat world of Silverwing."

Quill&Quire's Best Kids Books of '99, #1 Fiction Pick

  "Oppel's thrilling saga of a young bat's journey to find his long-lost father was the first or second pick of most of our panelists. "Great story. More depth than Harry Potter," says Judy Sarick, co-owner of the Children's Book Store in Toronto. "A natural for the on-screen generation," wrote Sarah Ellis in Q&Q. "The pace is hectic, the villains are dastardly, and the narrative style is that of a series of extremely visual scenes. Oppel has floated free of the conventions of the realistic animal story and invented something new."

The Horn Book Magazine

  "As in Brian Jacques' popular Redwall series, the intertwining story lines, evil villain, and intense action will keep young readers enthralled, but Shade is a more complex character than most Redwallian heroes. The other bats characters are also well drawn, particularly Shade's female sidekick, Marina, and even the sinister jungle bat - horrible as he is - has a strong reason for his villainy. Shade's dangerous adventures make a memorable impact."

School Library Journal

  "While the natural behaviour of bats is realistic, Oppel goes much further to develop a history, folklore, philosophy, and quest for the characters in the story, complete with heroes, villains, and a satisfying conclusion that leaves the world a better place for all concerned."

Michael Thorn, Literary Review (UK)

  "There are fantasy sequences capable of captivating both children and adults, and one of the newest is by Kenneth Oppel.... This truly spellbinding sequel combines breathtaking suspense with humorous character development (Shade becomes jealous of Chinook, a handsome hunk of a bat who courts Marina), thought-provoking science (humans trap the bats, tag them with explosive devices and turn them into bat-propelled missiles), and meditations on mythology and religion (the vampire bats have their home under an Aztec pyramid)."


 
 
 

Verðlaun fyrir Sólvæng

Mr Christie's Book Award for 8-11 yr. olds

  Canadian Library Association's Book of the Year for Children

  Ruth Schwartz Award for Excellence in Children's Literature

  CBA Libris Award for Best Specialty Book of 2000

  Manitoba Young Readers' Choice Award

  CNIB Talking Book Award

  Red Cedar Award (B.C.)

  Rocky Mountain Book Award (Alberta)

 

Um leðurblökur

Eru leðurblökur á Íslandi?

Halda mýs að leðurblökur séu englar?

Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast?

Bókarkaflar

Fyrsti kafli úr Sólvæng

 

 
 
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538