Túlkur tregans – Jhumpa Lahiri þýð. Rúnar Helgi Vignisson
 

„Þetta yrði tímabundið ástand stóð á miðanum: Í fimm daga yrði rafmagnið tekið af klukkan átta á kvöldin, klukkustund í senn."

Í sínu fyrsta verki reynir hin unga Jhumpa Lahiri, sem er af indversku bergi brotin, að túlka trega þeirra sem gista tvo heima. Henni ferst það afar vel úr hendi, svo vel að bókin hefur farið sigurför um heiminn og unnið til einna virtustu bókmenntaverðlauna Bandaríkjanna, Pulitzerverðlaunanna árið 2000. Er óhætt að segja að sjaldan hafi smásagnasafn vakið jafn mikla athygli.

Útgefandi: Bjartur.

 
  Ritdómar
 

„Smásagnasafnið „Túlkur tregans" kom nýverið út á vegum bókaútgáfunnar Bjarts í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, bókmenntafræðings og rithöfundar. Hann hefur getið sér orð fyrir vandaðar þýðingar sínar og er þessi engin undantekning þar á."

Fríða Björk Ingvarsdóttir Morgunblaðinu

 

 
 
 
 
 
 
 
GRÆNA HÚSIÐ · Hrísmóar 11 · 210 Garðabær · Netfang: graenahusid@graenahusid.is · Sími: 895 7538